fbpx Skip to main content

Í öruggum höndum sérfræðinga

Við sérhæfum okkur í sölu og viðhaldi rafgeyma af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið á sér langa og farsæla sögu sem nær aftur til ársins 1948. Starfsfólk leiðbeinir af mikilli þekkingu við val á geymum og viðhald þeirra.

Mikið úrval – veldu rétt

Rafgeymir er ekki bara rafgeymir og það er að mörgu að hyggja hvort sem það er fyrir fólksbíl, atvinnutæki, frístundatæki, vélhjól eða ferðavagn. Við gerum bjóðum einnig rafsellur í lyftar og vörutjakka auk þess að eiga úrval neyslugeyma, sólarsellur og stýribúnað fyrir ferðavagna. Ekki má svo gleyma fjölbreyttum lausnum fyrir varaafl.

Full þjónusta

Renndu til okkar, fáðu faglega ráðleggingu við val á endingargóðum geymi, láttu okkur sjá um ísetninguna og sem viðurkenndan móttökuaðila sjáum um að farga þeim gamla.

Klár í sumarið

Geyminn úr ferðavagninum getur þú svo skráð á rafgeymahótelið okkar þar sem við dekrum við hann í vetur.