fbpx Skip to main content

Sérþekking – óslitið síðan 1948

Ráðgjöf – álagspróf – hleðslumæling – frí ísetningu

Starfsfólk Rafgeymasölunnar hefur yfirgripsmikla þekkingu á rafgeymum og hefur þjónustað eigendur bíla, atvinnutækja og ferðavagna í áratugi.

Fyrirtækið býður mikið úrval geyma fyrir allar tegundir fólksbíla, þar með talið bíla með start/stopp tækni. Stærri geyma fyrir jeppa, pallbíla og ferðabíla sem þurfa meira af. Ekki má svo gleyma þurrgeymum sem henta vel þar sem mikið gengur á.

Hjá okkur er mikið framboð af sólarsellum, neyslugeymum, hleðslujöfnurum, stýribúnaði og aukahlutum sem þarf til að tryggja orku í ferðatækjum eins og hjólhýsum, fellihýsum og húsbílum.

Líftími rafgeyma

Við fáum reglulega spurningar sem tengjast viðhaldi og endingu rafgeyma. Sem þumalputtareglu má gera ráð fyrir að rafgeymir í bíl endist í 6-8 ár en það veltur mikið á gæðum. Álag og umhirða hafa umtalsverð áhrif á endingu. Sama á við um hnjask og auðvitað skemmdir sem geta orsakast af lélegum frágangi.

Fjárfesting í nýjum geymi

Það kemur mörgum á óvart hversu mörg atriði þarf að hafa í huga við val á nýjum rafgeymi. Framleiðendur tilgreina oft hvernig geymi þarf í ákveðna bifreið eða tæki. Oft þarf að heimfæra þær yfir á íslenskar aðstæður en hérlendis eru bæði aðstæður og hefðbundin notkun með öðrum hætti en víða annarsstaðar. Bæði hefur hitastig og stuttar vegalengdir áhrif á hvað þykir heppilegt.

Þegar við aðstoðum við val á nýjum geymi veltum við fyrir okkur hversu mikinn ræsikraft viðkomandi bíll eða tæki þarf. Ætluð notkun skiptir máli ásamt þvi hvort að eigandi vill viðhaldsfrían geymi. Kaldræsiþolið er mikilvægt hérlendis og aðeins vandaðri geymir getur riðið baggamuninn. Það er svo mismunandi milli geyma hversu lengi þeir eru að hlaða sig.

Grunar þig að geymirinn sé að syngja sitt síðasta?

því miður koma flestir að fá nýjan geymi daginn sem sá gamli gefst upp og nær ekki lengur að ræsa vélina. Við mælum með að þú rennir við ef þu hefur minnsta grun um að hann sé orðinn lélegur. Til dæmis ef að það er farið að taka langan tíma að ræsa, hleðsluljós byrjar að loga eða blikka, já og ef það er mikill kuldi í kortunum og þú hefur þegar lent í einhverju skrítnu við ræsingu. Við getum alltaf skellt á hann mælum og kannað ástandið. Ef þú svo þarft nýjan geymi smellum við honum í þér að kostnaðarlausu.

Við bjóðum úrval rafgeyma frá leiðandi framleiðendum. Eigum nær alltaf til á lager geyma í alla bíla, rútur, trukka, frístundatæki, vélhjól, ferðavagna, lyftara, vörutjakka og allt annað þar sem þarf geymi.