fbpx Skip to main content

Frí ástandsskoðun og ísetning

Ekki bíða með rafgeymaskiptin. Renndu í Dalshraun 17 í Hafnarfirði ef þú hefur minnsta grun um að geymirnn sé slappur, sérstaklega ef það er von á kuldakasti og þú þarft að stóla á að bílinn fari í gang.

Við tökum bílinn inn, skellum mælum á geyminn og metum ástandið. Með því að skoða hvernig hann heldur hleðslu, hvort hann leiði út og flutningsgetu geymasambandanna vitum við með nokkurri vissu hvað hann á mikið eftir og hversu áræðanlegur hann verður þegar mest á reynir.

Ef þú þarft nýjan geymi erum við eldsnöggir að skipta fyrir þig. Við snörum þeim gamla úr og förgum á viðurkenndan hátt.

Hjá okkur er mikið úrval af rafgeymum fyrir alla fólksbíla, atvinnutæki, frístundatæki, vélhjól og ferðatæki. Þú nýtur góðs af áratuga reynslu okkar við val á úrvalsgeymi frá þekktum framleiðendum.

Geyminum er svo skutlað í bílinn á meðan þú gæðir þér á rjúkandi kaffi.

Við höfum þjónustað bíleigendur í 70 ár.