fbpx Skip to main content

Viðurkenndur endurvinnsluaðili

Það er afar mikilvægt að rafgeymum sé fargað á réttan hátt og þeir fari ekki í hefðundið sorp eða ruslagáma. Rafgeymasalan tekur við notuðum rafgeymum og rafhlöðum og kemur þeim til endurvinnslu eða förgunar þér að kostnaðarlausu.

Þannig getum við hjálpast að við að flokka og skila. Í rafgeymum geta verið spilliefni og málmar og mikilvægt er að rétt sé staðið að förgun og úrvinnslu.

Mörg þeirra  efna sem eru í rafgeymum eru mjög skaðleg náttúrunni og afar mikilvægt að tryggja rétta meðhöndlun og förgun.