Endurvinnsla

Rafgeymasalan tekur við notuðum rafgeymum

Rafgeymasalan tekur við notuðum rafgeymum og rafhlöðum og kemur þeim til endurvinnslu eða förgunar þér að kostnaðarlausu.

Hjálpumst þannig að við að flokka og skila. Í rafgeymum geta verið spilliefni og málmar og mikilvægt er að rétt sé staðið að förgun og úrvinnslu.

Mörg þeirra  efna sem eru í rafgeymum eru mjög skaðleg ef þeim er hent í ruslið þaðan sem þau fara á urðunarstað fyrir sorp, eða ef þeim er hent úti í náttúrunni.