Bátar

Úrval rafgeyma í alla tegundir báta

Bátar eru af ýmsum toga og þeir þjóna ólíkum tilgangi

Um getur verið að ræða atvinnutæki skemmtibát eða tæki til að komast á milli staða.  Mikilvægt er að við val á rafgeymum sé tekið tillit til ólíkra þarfa.

Sumir bátar sem þurfa fyrst og frems mikla orku við ræsingu

Sumir bátar sem þurfa fyrst og frems mikla orku við ræsingu, en eru annars ekki þannig tækjum búnir að þeir þurfi mikinn kraft. Aðrir bátar þurfa mikinn kraft í ræsingu og þurfa jafnframt straum fyrir ýmiss raftæki um borð meðan á siglingu stendur.

Tryggjum að sjófarendur séu örugglega með nóg af rafmagni í langan tíma

Rafgeymasalan býður upp á geyma sem mæta ólíkum þörfum og öflugustu geymarnir þjóna auðveldlega bátum sem eru með mörg tæki sem ganga fyrir rafmagni.  Þessir geymar taka við öflugri endurhleðslu sem tryggir að sjófarendur eru öruggir um nóg af rafmagni og langan líftíma.