fbpx Skip to main content

Er geymirinn slappur?

Það er ýmislegt sem getur dregið úr afli rafgeyma og orsakað óeðlilega hegðun. Þeir eru misjafnir að gæðum og svo er rafgeymir ekki bara rafgeymir. Þeir eru framleiddir með ákveðna notkun í huga sem þýðir að við ranga notkun dregur mun fyrr úr því afli sem þeir geta geymt og skilað.

Það er nefnilega þannig að allir geymar „klárast“ en auðvitað fer það eftir álagi og meðferð hversu lengi þeir endast. Auðvitað getur líka komið upp sambandsleysi eða stöðug útleiðsla komið í veg fyrir að hann nær upp fullri hleðslu.

En hvað svo sem veldur mælum við með að þú rennir til okkar, leyfir okkur að skoða hvað er að, hvort sem þú ert með fólksbíl, atvinnutæki, frístundatæki, ferðavagn eða annað sem treystir á áreiðanlegan geymi.

Við þurfum bara að koma á hann mælitækjum og erum yfileitt ekki lengi að finna út hvað er að og kippa því í liðinn.

Við höfum þjónustað bíleigendur í 70 ár.