.

Góð ráð fyrir sólarspeglageyma

Til að tryggja endingartíma geymisins.
  • Athugaðu að vatnsborð rafgeymisins reglulega og haltu því 15mm yfir plötum.
  • Sjáðu til þess að rafgeymirinn sé þannig staðsettur að vel lofti um hann. Ef hann er staðsettur inn í lokuðu rými þá sjáðu til þess að í því sé útloftun eða loftræsting.
  • Sjáðu til þess að rafgeymirinn sé vel festur.
  • Þegar þú aftengir rafgeyminn þá sjáðu til þess að mínuspóllinn (-) sé alltaf frátengdurfyrst og síðan tengdur aftur síðast.
  • Sjáðu til þess að rafgeymirinn sé alltaf fullhlaðinn ef þú notar ekki fellihýsið eða sumarbústaðinn í lengri tíma.
  • Mundu að fullhlaðinn rafgeymir þolir frost betur en lítið hlaðinn. Afhlaðinn geymir frostspringur við -10°C.
  • Sjáðu til þess að pólarnir, pólskórnir og kapplarnir séu hreinir og vel festir og smurðu ef til vill sýrufrírri feiti á þá.
  • Við geymslu um veturinn skalt þú sjá til þess að frátengja geyminn.
  • Geymirinn geymist best á köldum og þurrum stað. Munið að fullhlaða rafgeymirinn áður en hann er settur í geymslu. Athugið rafgeyminn með vissu millibili og athugið hvíldarspennu hans. Sé spennan fallin niður undir 12,4 V þá skal hlaða geyminn upp í 12,7 V.
  • Hvíldarspennu rafgeymis skal mæla þegar geymirinn hefur ekki verið lestaður í minnst tvo tíma.