.

Er vara-aflið í lagi?   Býrðu við falskt öryggi?
 
 Veistu hversu öruggir varaaflgjafar þínir eru?
 

Af hverju er skynsamlegt að láta prófa rafgeyma og varaaflskerfi? Í fyrsta lagi af öryggisástæðum. Varaaflgjafar gegna mikilvægu hlutverki og því afar slæmt ef þeir virka ekki þegar á reynir.  Reglubundið eftirlit borgar sig einnig fjárhagslega. Bæði vegna minni hættu á röskun á starfsemi vegna bilana og einnig má þannig koma í veg fyrir að skipt sé út rafgeymum sem eru í góðu lagi.

 

 

Við leggjum áherslu á að vera ávallt með fullkominn prófunarbúnað og  höfum m.a. yfir að ráða tæki og hugbúnað frá GE Energy Service – Program í Svíþjóð. Tækið gefur möguleika á að prófa allt að 63 rafgeyma í einni mælingu og getur lestað upp í 110 A. Þegar prófun fer fram les hugbúnaður spennu og afl á 10 sek. millibili og færir niðurstöður jafnóðum í PC-tölvu.

Við komum á staðinn og gerum stutta athugun á ástandi búnaðar og gerum föst verðtilboð. Mælingin er áræðanleg, niðurstöður eru ljósar og nothæfar strax að mælingu lokinni. Loks gefum við ráðleggingar um hvað skal gera varðandi úrbætur. 

Við höfum m.a. mælt og yfirfarið alla vara-aflsgeyma Orkuveitu Reykjavíkur og hjá Íslenskri Erfðargreiningu.Kveðja
Rafgeymasalan
Sigfús Tómasson