.

10 Góð ráð fyrir ferðafólk með hjólhýsi,  felhýsi  og báta.

  • Fylgist með vatnsborði opinna rafgeyma. Sjáið til þess að yfirborð vatns sé 15mm fyrir ofan plöturnar.

  • Sjáið til þess að rafgeymirinn sé í vel loftræstu rími þar sem hleðsla fer fram.

  • Sjáið til þess að rafgeymir sé vel festur og á lóðréttum fleti.

  • Setjið loftræstinguna í rafgeymarími sem leiðir beint út í frískt loft. Passið að leiða ekki loftið inn í vagninn eða bátinn. 

  • Þegar rafgeymir er aftengdur þá á alltaf að aftengja mínus (-) pólinn fyrst. Þegar nýr rafgeymir er síðan tengdur þá á alltaf að tengja (+) pólinn fyrst.

  • Haldið ávallt rafgeymi fullhlöðnum. Þetta ætti að passa sérstaklega ef vagninn eða báturinn stendur ónotaður í lengri tíma. Sérstaklega yfir vetrarmánuðina. 

  • Rafgeymir sem er án hleðslu frís og eyðileggst við -10 gráður. Fullhlaðinn rafgeymir frís hinsvegar og eyðileggst við -70 gráður. Tryggið ávallt fulla hleðslu rafgeymis.

  • Sjáið ávallt til þess að rafgeymapólar og kaplar séu hreinir og smyrjið þá ef til vill með sérstakri sýrufeiti.

  • Þegar rafgeymirinn er ekki í notkun um veturinn sjáið þá til þess að aftengja rafgeymi. Rafgeymar geymast best á þurrum og köldum stað. Fullhlaðið ávallt rafgeymi áður en honum er komið fyrir í geymslu. Athugið rafgeymi reglulega og mælið hvíldarspennu hans. Ef hvíldarspenna er undir 12,4 V skal hlaða rafgeymi að nýju þar til spennan er 12,7 V.

  • Hvíldarspennu rafgeyma skal mæla þegar rafgeymir hefur verið álagslaus í minnst 2 tíma.