fbpx Skip to main content

1948

Sögu Rafgeymasölunnar má í raun rekja allt aftur til ársins 1948. Það ár var fyrirtækið Rafgeymir hf. stofnað í Hafnafirði, en fyrirtækið framleiddi rafgeyma fyrir Íslenskan markað.

Stofnendur voru Jón Magnússon, Axel Kristjánsson og fleiri en Jón hafði komið með þekkingu á framleiðslu rafgeyma frá Danmörku. Starfsemin hófst í litlu rými í húsi við Lækjargötu í Hafnarfirði í húsi sem jafnan var kallað Steinullarhúsið, en þar var einnig framleidd steinull.

Fyrirtækið starfaði í nokkur ár við framleiðslu á KENTAR rafgeymum frá svo gott sem grunni. Hráefni eins og blý var flutt inn í 50 kg. stykkjum frá löndum í Evrópu og plöturnar í rafgeymana voru steyptar í litil mót.

1962

Árið 1962 flutti Rafgeymir Hf. í nýtt húsnæði að Dalshrauni 1, það húsnæði hefur nú verið rifið og nýtt og glæsilegt húsnæði byggt í staðinn. Á þessum árum var í gildi innflutningsbann á rafgeymum, eins og fleiri vörum, sem menn álitu að hægt væri að framleiða hér á landi.

1970

Í kringum 1970 voru innflutningshöft afnumin og í kjölfarið hóf innflutningur erlendra rafgeyma úr plasti að aukast sem þrengdi umtalsvert að íslensku framleiðslunni sem ekki var samkeppnishæf í verði.

1982

Árið 1982 keypti Ármann Sigurðsson sem starfað hafði hjá Rafgeymi hf. rekstur fyrirtækisins og gaf því nafnið Rafgeymasalan, ehf. og hefur það verið rekið undir því nafni síðan. Á þessum tíma hafði framleiðsla rafgeyma lagst af hér á landi, en þegar best lét veitti þessi atvinnugrein fimm til sex mönnum atvinnu í Hafnafirði. Litlar heimildir eru til um þessa starfsemi hér á landi og þeir sem störfuðu við þessa framleiðslu eru fallnir frá, en þekkingin hefur færst mann fram af manni innan fyrirtækisins.

Í atvinnusögu landsmanna verður kaflinn um innlenda rafgeymaframleiðslu þannig fremur snubbóttur, en sem betur fer er þó enn er til KENTÁR rafgeymir sem var smíðaður í Rafgeymasölunni og stendur þar upp í hillu.

1998

Árið 1998 flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Dalshrauni 17 í Hafnafirði, en þar er öll aðstaða fyrir starfsemina til fyrirmyndar.

Dagurinn í dag

Megináhersla Rafgeymasölunnar ehf. síðustu áratugina hefur verið á innflutning og sölu rafgeyma auk framúrskarandi þjónustu. Rafgeymasalan ehf. hefur ævinlega kappkostað að bjóða upp á vandaða geyma frá traustum framleiðendum. eins og Varta, Berga og Danbrit.
Eftir fráfall Ármanns Sigurðssonar árið 2016 keypti sonur hans Kristján Ármansson fyrirtækið og hefur rekið óbreytt síðan.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Other