fbpx Skip to main content

Fróðleikur fyrir bílaeigendur

Rafkerfi fólksbíla er 12 eða 24 volt

Rafkerfi bifreiða keyrir yfirleitt á 12 voltum, en stöku bill er með 24 volta rafkerfi

Til samanburðar er spenna á innstungum í húsi 220-240 volt.

Þegar geymirinn er hlaðinn ætti einungis að nota hleðslutæki sem slekkur sjálft á hleðslu þegar geymirinn er full hlaðinn. Ef þú átt hleðslutæki sem slekkur ekki á sér sjálft þá átt þú að tryggja að hleðslustraumurinn sé ekki meiri en 5-10% af stærð geymis. Tökum dæmi þá má hleðsla á 60Ah geymi ekki vera yfir 6 amperum í straumstyrk. Helst ætti hleðslan að liggja í 3-4 amperum.

Góðar aðstæður mikilvægar við hleðslu á geymum

Þar sem gas getur myndast við upphleðsla á geymi ætti ávallt að hlaða geyma utandyra. Ef geymirinn er hlaðinn inni þá ætti að tryggja góða loftræstingu í rýminu. Þar sem mikil eldhætta getur skapast við upphleðslu ætti ekki að reykja eða kveikja eld í nálægð geymisins.

Rafgeymar innihalda ætandi sýru, sem getur valdið skaða á augum og á húð. Skolið með miklu vatni ef þið komist í snertingu við sýru. Komist sýra eða sýrugufur í augun skolið þá með miklu vatni og leitið strax læknis.

Rafgeymir er viðhaldsfrír allan líftíma

Rafgeymir er viðhaldsfrír allan líftíma hans við venjuleg skilyrði. Við ofhleðslu gæti vatn aftur á móti gufað upp af geyminum. Lítið reglulega eftir vatnsborði geyma sem ekki eru lokaðir. Vatn ætti að standa ca. 15mm upp yfir plöturnar.

Sjáið ávallt til þess að rafgeymapólar og kaplar séu hreinir og smyrjið þá ef til vill með sérstakri sýrufeiti.

Þegar rafgeymir er aftengdur þá á alltaf að aftengja mínus (-) pólinn fyrst. Þegar nýr rafgeymir er síðan tengdur þá á alltaf að tengja (+) pólinn fyrst.

Haldið ávallt rafgeymi fullhlöðnum

Þetta ætti að passa sérstaklega ef bíllinn stendur óhreyfður í lengri tíma.

Rafgeymir sem er án hleðslu frýs og eyðileggst við -10 gráður. Fullhlaðinn rafgeymir frís hinsvegar og eyðileggst við -70 gráður. Tryggið ávallt fulla hleðslu rafgeymis.

Að hausti er góð regla  að yfirfara rafgeyminn

Þegar kólnar í veðri eykst álag á rafgeymum með aukinni notkun á miðstöð, afþýðingarbúnaði í fram- og afturrúðum, og- sætishitara og svo mætti lengi telja.  Þá er betra að rafgeymirinn sé í góðu standi.  Flestir vilja komast hjá því að byrja daginn með rafmagnslausan bíl eða fastir uppi á heiði í hríðarbyl ef rafgeymirinn gefur sig.

Fáðu fagmenn til að kanna ástand geymis

Best er að fá fagmenn til að kanna ástand geymis, en einnig getur bíleigandi sjálfur t.d. kannað hvort að tengingar séu í lagi og eins er hægt að sjá á því hovrt að mikil spanskgræna safnast á pólana hvort líftími geymis sé að styttast.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Other