.

Rafgeymar fyrir sólarsellur


Hve stóran rafgeymi á að nota við sólarsellu frá Rafgeymasölunni?

Þegar velja skal rafgeymi fyrir sólarsellur er mikilvægt að reikna áætlaða notkun. Best er að styðjast við þá mestu notkun sem hugsast getur á árinu og verstu hleðsluskilyrði. Ef þetta er gert þá er ekkei hætta á straumleysi þegar notkun er minni og hleðsluskilyrði betrti. Hér á eftir fylgir dæmi um orkunotkun í venjulegu hjólhýsi fyrir 4 persónur.

Hvernig er orkunotkun reiknuð út?

Orkunotkun er gefin upp í Watt tímum (Wh). Spenna (U) í voltum (V). Straumur (I) í amper (A) og orka (P) í wöttum (W).

Ef við vitum straum og spennu þá finnum við orkuna á eftirfarandi hátt:

P = I x U

Oftast er orkan gefin upp á perum og þeim hlutum sem nota á. Þess vegna er hægt að lesa orkustærð og margfalda hana með fjölda klukkustunda sem nota á hlutinn. Ef tekið er dæmi um leslampann hér í töflunni þá er formúlan eftirfarandi:

Wh = W x t => 10W x 4t = 40Wh

Dæmi um orkunotkun á einum sólarhring.

 

Fjöldi

  

Notandi

  

Orka í W

  

Notkunartími í klukkustundum

  

Orkuþörf í Wh*

     

2

 Leslampar

 10W

2 t 

40Wh

 Flúrlampi

 16W

1 t 

16Wh 

2

 Vegglampi

 10W

3 t 

60Wh 

1

 Útvarp/græjur

 15W

2 t

30Wh 

4

 Innfeld ljós

 10W

2 t

80Wh 

1

 Sjónvarp

 40W

2 t

80Wh 

1

Hitablásari

 30W

2 t 

60Wh 

     

Heildar orkuþörf á sólarhring                                                                                 366Wh

Út frá þessari töflu kemur í ljós notkun upp á ca 366Wh á einum sólarhring. Nú er rýmd rafgeyma mæld í amper stundum. Til þess að finna út hve margar amperstundir 366Wh krefjast þá er deilt í töluna með spennunni. Þetta gefur:

366Wh/12V = 30,5Ah á dag

eða 7x30,5Ah = 214Ah á viku.Stærð rafgeymis í Ah

  1. Uppgefin stærð rafgeymis í Ah (amperstundum) er gefin við 20 stunda rafhleðslu. Stærðin er því mæld miðað við þá notkun sem afhleður rafgeyminn á 20 stundum. Ef reiknað er með 65Ah rafgeymi, er rýmdin gefin upp miðað við álag sem tekur 3,25A (3,25Ax20 timer = 65Ah). Ef meiri straumur er tekinn frá rafgeyminum þá minnkar rýmd hans mikið. Hve mikið rýmdin minnkar er bundið við gerð og gæði rafgeymisins. Þess vegna er mikilvægt að þekkja rýmd rafgeymis síns miðað við þann notkunnarstraum sem viðkomandi notandi hefur.
     
  2. Það er mikilvægt að rafgeymirinn sé ekki afhlaðinn alveg. Sem þumalputtaregla má nota að það ætti ávallt að vera 20% - 30 % eftir á rafgeymi. Það er að segja að afhleðslan á einungis að vera 70 - 80% af heildarrýmd rafgeymisins.

Þá er komið að vali á rafgeymi fyrir ofannefnda notkun. Reiknað er með vikunotkun þar sem lítil sem engin hleðsla hefur verið. Það er að segja versta tilfelli.

Stærð rafgeymis = 1.2 x 214Ah = 257Ah.

Þetta er stór rafgeymir og ef til vill ekki nauðsynlegur. En ef tryggja á að maður hafi ávallt nægilega orku þá er þetta valið.

Ef gengið er út frá því að sólartími á Íslandi sé eins og veðurstofan reiknar með. Þá fæst eftirfarandi upphleðsla í Wh frá sólarrafhlöðu frá Rafgeymasölunni á viku.

Tafla sýnir orku hleðslu á viku í Wh. 

SólarrafhlaðaAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember
60W1000129011001160955720
64W10751375117312371018774
80W13471726147215551280971Með því að taka mið af meðaltals upphleðslu rafgeymis miðað við uppgefnar tölur Veðurstofu Íslands þá má minnka rafgeymastærð verulega. Tökum dæmi um 60W sólarrafhlöðu. Hér er gengið út frá meðalhleðslu upp á ca 1000 Wh. Eða 83.3 Ah.

Ný stærð rafgeymis = 257Ah - 83.3 Ah = 173,7 Ah.

Valið yrði því 2 x 90 Ah rafgeymar.

Til þess að taka alla þætti inn í heildarmyndina þá ætti að taka tillit til vinnugildis rafgeymisins eða nýtnistuðuls hans sem er 90 %. Þá fæst að heyldarrýmd á rafgeymapakka ætti að vera:

0.9 x 180Ah = 162 Ah

Þá er mismunur upp á 173,7Ah - 162Ah = 11,7 Ah. Þar sem hætt er við því á Íslandi að lenda í skýjuðu veðri í lengri tíma er best að hafa rafgeymarýmd í samræmi við veðurfar. Hér myndum við því velja tvo 110Ah rafgeyma. Þetta til að mæta þeim skilyrðum sem við höfum í umhverfi okkar sem ferðumst um náttúru Íslands.