.

Almennt um sólarsellur

 

Sólarsellur

Sólarrafhlaðan er þeim eiginleikum búin að hún getur breitt sólarljósi í rafstraum. Þetta gerist án nokkurra hreifanlegra hluta eins og þekkt er með rafala. Þess vegna er líftími þesskonar búnaðar til rafmagnsframleiðslu mjög langur og viðhaldsfrír. Sólarrafhlöður eru í auknum mæli notaðar í nýbyggingar þar sem rafhlaðan er hluti af byggingunni og framleiðir raforku meðal annars til ljósanotkunnar og smærri raforku notkunnar.

Á Íslandi er farið að nota sólarrafhlöður fyrir fellihýsi og hjólhýsi með góðum árangri. Þessi notkun fer vaxandi og möguleikarnir eru margir þar sem hægt er að nota þessa tækni. Það besta við þetta allt saman er að raforkan er ókeypis og fjárfestingin er fljót að borga sig upp.


Sagan í stuttu máli:

Sólarrafhlöðutæknin er ekki ný á nálinni. Franski vísindamaðurinn Edmund Becquerel (1820-1891) fann upp tækni til að nýta sólarljós til raforkuframleiðslu árið 1839. Ransóknir Becquerels á sólargeislun og áhrifum geislunar á fosfor er aðferð sem kallaðist becquerelaðferðin. Þannig að rannsóknir Becquerels eru upphafið af þeirri sólar rafhlöðutækni sem er þekkt í dag. En á 18. öld komust menn ekki áfram með þá gífurlegu orku sem býr í geislum sólar sökum þess að tæknin var ekki til staðar til þess að umbreyta sólarljósi í raforku.

Með aukinni þróun á rafeindabúnaði svo sem hálfleiðurum kringum 1950 fóru hlutirninr að gerast. Þessi tækninýjung gerði það mögulegt að nýta aðferð Becquerels til framleiðslu á raforku úr geislum sólarinnar. Hér varð úr fyrsta sólarrafhlaðan.

Hálfleiðaratæknin sem hófst ca. 1950 gerði það mögulegt að nýta sólarljósið til raforkuframleiðslu. Það var síðan ameríska geimferðastofnunin NASA (National Aeronautics Space Administration) sem þróaði þessa tækni og notar enn í dag á gervihnetti sína sem svífa í himinhvolfunum.


Uppbygging sólarrafhlöðu.

Sólarsella er byggð upp á þunnum kísilflögum (silicium). Kísilflögurnar eru lagðar saman og mynda örþunna plötu. Þegar sólarljósið fellur á plöturnar myndast rafhleðsla í plötunum sem hefur plús á framhliðinni og mínus á bakhliðinni. Þessi rafhleðsla er lítil í hverri plötu og er hleðslunni safnað saman með málmþráðum sem liggja á yfirborði plötunnar.

Með þessum málmþráðum er síðan hægt að tengja fleiri rafhlöður saman svo hægt sé að ná upp þeirri orkuframleiðslu sem þörf er á.

Ein rafhlaða framleiðir um það bil 0,5 V spennu. Til þess að ná 12 V eða 24 V þá eru þær raðtengdar við þann fjölda sella sem þarf til þess að ná þeirri spennu (12V = 30-36 stk.). Sellunum er síðan raðað á plötu og þær steyptar í glæra epoxí blöndu. Þessar sólarrafhlöður er það sem Rafgeymasalan hefur upp á að bjóða. Reynsla okkar af þeirri tækni sem fundin var upp af Edmund Becquerel á sínum tíma er góð og framtíðin býður alltaf upp á nýja möguleika í tækniheiminum.