.

Góð ráð fyrir bílaeigendur

  • Þegar geymirinn er hlaðinn ætti einungis að nota hleðslutæki sem slekkur sjálft á hleðslu þegar geymirinn er full hlaðinn. Ef þú átt hleðslutæki sem slekkur ekki sjálft þá átt þú að tryggja að hleðslustraumurinn sé ekki meiri en 5-10 % af stærð geymis. Tökum dæmi þá má hleðsla á 60Ah geymi ekki vera yfir 6 amperum í straumstyrk. Helst ætti hleðslan að liggja í 3-4 amperum.
  • Þar sem upphleðsla á geymi getur skapað gasmyndun ætti ávallt að hlaða geyma utandyra. En ef geymirinn er hlaðinn upp inni þá ætti að tryggja góða loftræstingu í rýminu. Þar sem mikil eldhætta getur skapast við upphleðslu ætti ekki að reykja eða opna eld í nálægð geymisins.
  • Rafgeymar innihalda ætandi sýru, sem getur valdið skaða á augum og á húð. Skolið með miklu vatni ef þið komist í snertingu við sýru. Komist sýra eða sýrugufur í augun skolið þá með miklu vatni og leitið strax læknis.
  • Rafgeymir er viðhaldsfrír á allan líftíma hans við venjuleg skilyrði. En við ofhleðslu gæti vatn gufað upp af geyminum. Lítið reglulega eftir vatnsborði geyma sem ekki eru lokaðir. Vatn ætti að standa ca. 15mm upp yfir plöturnar.
  • Sjáið ávallt til þess að rafgeymapólar og kaplar séu hreinir og smyrjið þá ef til vill með sérstakri sýrufeiti.
  • Þegar rafgeymir er aftengdur þá á alltaf að aftengja mínus (-) pólinn fyrst. Þegar nýr rafgeymir er síðan tengdur þá á alltaf að tengja (+) pólinn fyrst.
  • Haldið ávallt rafgeymi fullhlöðnum. Þetta ætti að passa sérstaklega ef bíllinn stendur óhreyfður í lengri tíma.
  • Rafgeymir sem er án hleðslu frís og eyðileggst við -10 gráður. Fullhlaðinn rafgeymir frís hinsvegar og eyðileggst við -70 gráður. Tryggið ávallt fulla hleðslu rafgeymis.